Ég heiti Svava K Guðjónsdóttir og hef starfað frá árinu 1996 við að selja sokkabuxur.

Í september 2014 ákvað ég að hefja minn eiginn rekstur og opna heildverslunina DEN ehf, sem er staðsett í Súðarvogi 14,Reykjavík.

Á þessum árum hef ég sérhæft mig í því að fara á vinnustaði viðskiptavina minna, og þannig get ég boðið betri þjónustu og heildsöluverð. 

Í gegnum tíðina hef ég kynnst ótal konum sem hefur gert mér kleyft að fylgjast með og þekkja þeirra kröfur.

Markmið mitt er að bjóða einungis hágæða vöru á besta verði sem völ er á og með þessum hætti er ekki þörf á að hækka verðið, þar sem ég býð uppá heildsöluverð í svona beinni sölu.

Núna, ári eftir að ég opnaði verslunina, er ég komin með nokkur af þekktustu vörumerkjum Ítalíu sem að framleiða eingöngu hágæða vörur. Vörumerkin sem ég er með eiga sér sögu alveg aftur að 6. áratugnum og eru merkin eftirfarandi:

  • ORI
  • IMMAGIE
  • OMERO
  • IBICI
  • FRANZONI 

Vert er að nefna að Ítalir eru fremstir í flokki hvað varðar framleiðslu á sokkabuxum

og enginn vafi er á að þeir eru mjög framarlega í tísku og gæðum.

Verið ávallt velkomin í verslunina. Hlakka til að sjá ykkur.
Opið er alla virka daga frá kl 13:00-17:00

Kær kveðja.
Svava K. / Sokkabuxnakonan